Þar sem ég, undirritaður, hef ekkert tjáð mig í fjölmiðlum í framhaldi af samkomulagi mínu við stjórn ÍBV um starfslok mín sem þjálfari ÍBV liðsins í knattspyrnu, vil ég þakka íbúum Vestmannaeyja og sérstaklega stuðningsmönnum ÍBV fyrir sumarið og allan þann stuðning, sem ég hef fengið frá þeim. Ég fann í starfi mínu ekkert nema 100% stuðning og velvild í minn garð allan þann tíma, sem ég var í Vestmannaeyjum og ekki síst eftir að ég hætti.