Leik ÍBV og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna sem fram fór í dag lyktaði með 2:2 jafntefli. Kristín Erna Sigurlásdóttir kom ÍBV yfir en næstu tvö mörk gerði landsliðskonan Katrín Ásbjörnsdóttir og kom Stjörnunni í forystu. �?að var síðan önnur landsliðskona, Sigríður Lára Garðarsdóttir, sem skoraði næsta mark og jafnaði metin í 2:2 en það reyndust vera lokatölur leiksins. Eftir umferðina er ÍBV í þriðja sæti deildarinnar, með einu stigi minna en Stjarnan í öðru sæti en Eyjakonur eiga leik til góða.