Á laugardag heldur Blítt og létt hópurinn Eyjakvöld í Austurbæ í Reykjavík. �?ar verða sungin og leikin, valin eyjalög og textum varpað upp á tjald svo að allir geti sungið með.
Hópurinn Blítt og létt hefur staðið fyrir Eyjakvöldunum mánaðarlega frá 2009 og komið fram á flestum viðburðum í Eyjum síðustu ár. Hópurinn hefur farið víða um landið og jafnvel til Færeyja til að kynna menningararf Eyjanna. �??Hver hefur ekki áhuga á koma í gott partý í Reykjavík með Eyjamönnum þar sem allir geta sungið með sínu nefi?�?�
Við skorum sérstaklega á brottflutta Eyjamenn að mæta í Austurbæ.
Miðar fást á
miði.is og er miðaverð kr. 3.500.