Eyjamaðurinn Smári Páll McCarthy er sagður hafa brotist inn tölvu blaðamanns Independent í fyrra. Þetta kemur fram í bók Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Í frétt á Vísir.is segir að Smári hafi fyrir mistök afhent blaðamanninum skjöl sem hann átti ekki að gera og til að bjarga málum, hafi hann brotist inn í tölvu blaðamannsins og eytt út skjölunum. Blaðamaðurinn hafði hins vegar tekið afrit af þeim.