Topplið ÍBV mætir í dag liði Fjarðarbyggðar en leikurinn fer fram á knattspyrnuvellinum á Eskifirði. Gengi austfirðinga á heimavelli hefur verið þeirra akkilesarhæll, liðið hefur aðeins unnið einn heimaleik af sjö í sumar, gert fimm jafntefli og tapað einum leik. Liðinu hefur gengið ágætlega í síðustu fimm leikjum, gert þrjú jafntefli og unnið tvo. ÍBV hefur gengið ágætlega á útivelli, unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst