Dagur Bergþóruson Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík er maður með mörg verkefni á hendi. �?rátt fyrir þéttskipaða dagskrá tók Dagur vel í viðtal við Eyjafréttir. �?að var 10 mars sem samskipti fréttmanns og skrifstofu borgarstjóra hófust og rúmlega þremur mánuðum síðar fannst loks tími til viðtalsins.
Dagur tekur vel á móti fréttamanni á borgarstjóraskrifstofunni við Tjörnina í Reykjavík.
Fyrsta spurning í eðlilegu framhaldi af upplifun af önnum borgarstjórans er að spyrja út í fjölskylduhagi og hvort hægt sé að samræma erlisamt starf og fjölskyldulíf. ,,�?að er heilmikið púsluspil sem gengur ekki upp nema með þolinmæði af allra hálfu. Við reynum að taka frá tíma. Eiga sameiginlega stund í morgunmat og kvöldmat og verja saman fjölskyldutíma eftir að erli dagsins líkur. Við leggjum mikið uppúr því að taka jólafrí og sumarleyfi öll fjölskyldan, það skiptir máli.�?�
Dagur og eiginkona hans Arna Dögg Einarsdóttir sérfræðingur á líknardeild Landspítala eiga fjögur börn á aldrinum 6 til 13 ára. Dagur segir mikið að gera hjá krökkunum í frístund, dansi, tónlist og ýmsu öðru. ,,Lífið hjá þeim er heilmikið púsluspil en sem betur fer hefur borginni tekist ásamt öðrum sveitarfélögum að koma upp heildstæðum vinnudegi hjá krökkunum með góðu samstarfi við íþróttafélög og listaskóla.�?�
Hysjaði upp um sig buxurnar í fæðingu
,,�?g á mikið af fyrirmyndum í fólkinu mínu, foreldrum og ömmu og afa.�?� segir Dagur þegar hann er spurður um uppruna sinn og hvað hafi mótað hann sem persónu. ,,Pabbi, Eggert Gunnarsson, er dýralæknir. Sumir vinir systkina minna héldu að hann væri alltaf með svuntu. Mamma og pabbi báru gæfu til þess að skipta með sér heimilsverkum eftir því hvað var að gera hjá hvoru fyrir sig. Mamma, Bergþóra Jónsdóttir er lífefnafræðingur sem leiddi nýsköpunarfyrirtæki í lyfjafræði, eitt af þeim fyrstu á Íslandi og þar gekk á ýmsu.
Mamma hefur verið frábær fyrirmynd með gríðarlegt keppnisskap og mikill femínisti, �?? segir Dagur og bætir við með hlýju ,,mamma og pabbi eru gott fólk sem berst ekki mikið á.�?�
Dagur fæddist í Noregi þegar foreldrar hans voru þar í námi. ,,�?etta var á hippaárunum og foreldrar mínir ógiftir. Norðmenn voru svo kristnir að pabbi mátti ekki að vera viðstaddur fæðingu af því að þau voru ekki gift. Mamma hysjaði því upp um buxurnar í orðsins fyllstu merkingu og fann annað sjúkrahús þar sem pabbi mátti vera viðstaddur.�?�
Að sögn Dags átti hann að fá eftirnafnið Jónsdóttir eins og móðir hans. ,,En mamma var söm við sig og hætti ekki fyrr en hún var komin hálfa leið og fékk eftirnafnið Bergþóruson. �?etta var áður en samkomlag var komið á milli Íslands og Noregs í eftirnöfnum. Við fluttum heim þegar ég var sjö ára og sá enga ástæðu til þess að fella niður nafn móður minnar.�?�
Í Árbæjarskóla var Dagur alla sína grunnskólagöngu. ,,Fótboltinn yfirgnæfði allt þegar ég var strákur. �?g spilaði reyndar á trompet í lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts og sótti í allt sem leit að félagsmálum,�?� segir Dagur og bætir við að það hafi verð góð þjálfun fyrir borgarstjórastarfið. Dagur spilar ekki á trompet í dag en útilokar ekki að taka það upp síðar. ,,�?að á aldrei að útiloka neitt,�?� segir hann hlægjandi.
Fyrst og fremst Árbæingur og Fylkismaður
,,�?g er fyrst og fremst Árbæingur og Fylkismaður og er þakklátur fyrir að hafa alist upp í því góða úthverfi. Foreldar mínir eru bæði alin upp í Reykjavík en mamma fæddist á Siglufiði og ég á ættir að rekja á Vestfirði og Snæfellsnes. �?tli það séu ekki allir íslendingar með landsbyggðargen í sér, �?? segir Dagur hugsi.
,,Ef ég á að staðsetja mig í einhversstaðar í hús þá er ég komin af óflokksbundnu raunvísindafólki, skynsemisfólki með sterka réttlætiskennd. �?g kem inn í pólitík utan flokka.�?� Að sögn Dags var honum boðið sæti á Reykjarvíkurlistanum sem var sameiginlegt framboð allra vinstri manna í Reykjavík. ,,Flokkarnir sameinuðust um að bjóða einum ungum einstaklingi utan flokka sæti á listanum og það var ég.�?�
Reykjavíkurlistinn ósigrað stjórnmálaafl
Reykjavíkurlistinn var lagður niður sem ósigrað stjórnmálaafl eftir þrennar kosningar að sögn Dags. ,,�?egar listinn var lagður niður þurfti ég annað hvort að láta gott heita eða fara í stjórnmálaflokk. �?að vafðist ekki fyrir jafnaðarmanninum að Samfylkingin væri rétti staðurinn.
Flokkur sem trúir á sterkt mennta og velferðakerfi, félagshyggju og jafnframt sterkt atvinnulíf með sterka fjármálastjórn.�?� Dagur segist ekki vera hægri krati heldur jafnaðarmaður. ,,�?g er til vinstri í mennta- og velferðarmálum en ég er á hinni sönnu miðju í atvinnu- og efnahagsmálum. �?eim samfélögum sem hefur vegnað best á síðastliðnum hundrað árum eru norðurlöndin með þessa blöndu.�?�
Í þrjú ár hefur Dagur sinnt starfi borgarstjóra og segir það að mörgu leyti draumastarfið. ,, �?g brenn fyrir að taka þátt í að þróa borgina og búa til gott samfélag. Reykjavík hefur á 10 árum farið í gegnum dýpstu fjárhagslegu krísu sem við munum �?? og mesta atvinnuleysi sem hefur þekkst. Við komum ekki bara fjárhagslega sterk út úr þessu heldur hafa skapast gríðalega mörg störf og fjölbreyttara atvinnulíf og tækifæri en áður. Ferðaþjónustan hefur vissulega dregið vagninn en okkur tókst að vinna bug á atvinnuleysinu.�?�
Dagur segir að virkni- og menntunarúrræði sem sett voru upp fyrir eftir hrun hafi skilað miklu. ,, �?að hefur ótrúlega lítið verið talað um það hvernig menntakerfið brást við og lyfti grettistaki eftir hrun. Bæði Háskólinn og framhaldsskólar opnuðu dyrnar þegar kreppan skall á. Fólk fór í umvörpum og menntaði sig út úr kreppunni.�?�
�?egar aðrar þjóðir skáru niður bætur í kreppu voru þær hækkaðar hér á landi að sögn Dags. ,, Við göngum að þessu eins og sjálfsögðum hlut. �?að var ómetanlegt að einstaklingum skyldi vera gert kleyft að fá að taka atvinnuleysisbætur með inn í nám og að einstaklingar fengu tækifæri til þess að bæta við sig menntun þegar að engu öðru var að hverfa.�?� Dagur segir að vel hafi gengið að skapa störf í tenglum við ferðaþjónustuna og margir fundið óvænt not fyrir alls konar menntun. Stofnað eigin fyrirtæki, gerst leiðsögumenn eða skapað eitthvað nýtt.
Byggðunum aldrei nein vörn í kvótakerfinu
Málefni sjávarútvegsins hafa veirð í deiglunni,,�?g held að við séum að hofa á gríðalegar breytingar í sjávarútvegi og þær eru ekki nýjar af nálinni. Ef flett er upp köldum hagtölum má sjá að störfum við veiðar og vinnslu hefur fækkað ótrúlega mikið og hratt um allt land. �?essu valda tæknibreytingar og störfin hafa færst til sitt á hvað eftir því hvort það er hagstæðara fyrir útgerðina að vinna aflann úti á sjó og fækka fólki í landi eða öfugt.�?�
,,Nú þegar vinnslan er að færast aftur út á sjó eru hins vegar miklu færri á bak við hvert skip því sjálfvirknin er orðin miklu meiri. �?að getur skipt tugum fyrir hvert skip um sig. �?etta er bakgrunnurinn þegar verið er að ræða flutning kvóta milli landshorna. �?að er ekki bara verið að færa hann heldur er líka verið að fækka því fólki sem vinnur við sjávarútveg.
�?eir þingmenn sem tjá sig svo mest um flutning kvóta er svo oft sömu þingmennirnir og hafa varið kvótakerfið með kjafti og klóm og komið í veg fyrir að þjóðin fái eðlilegan arð af auðlindinni í gegnum eðlilega veiðigjöld. Já, ég er að tala um Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk,�?� segir Dagur.
Flutningur HB granda er gríðalega erfiður fyrir Akranes segir Dagur og bendir á að önnur bæjarfélög hafi lent í svipaðri stöðu bæði vegna flutninga á starfsemi fyrirtækja og fækkunar starfsfólks í landi vegna tæknibreytinga. ,,�?að er verið kaupa kvóta af Suðurlandi og flytja á Vopnafjörð á sama tíma og vinna er flutt norðan úr landi til Grindavíkur. Byggðum landins hefur aldrei verið nein vörn í kvótakefinu sem varið af gömlu flokkunum , ekki síst í nafni hagræðingar.�?�
Fjárfestingarsjóður fyrir fólkið í landinu
,,Eftir hrun átti ég þátt í því að útfæra fjárfestingaráætlun fyrir Ísland þar sem veiðigjöld úr sjávarútvegi og arður úr bönkum átti að fara í uppbyggingarverkefni og hagvaxtarverkni um allt land. Samfylkingin í samstarfi við Vinstri græn unnu að því að arðurinn af auðlindum landsins og bankanna yrðu notaður til þess að þróa innviðina, menntun, samgöngur og fleira fyrir fólkið í landinu. �?etta var slegið af eftir að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komust að. Og það frestaði fjölda framfaramála, ekki síst á landsbyggðinni. Í þess stað voru veiðigjöldin lækkun og arðurinn úr bönknunum fór í Leiðréttinguna.�??,
Smíði nýrrar ferju þurfti ekki að dragast
En hvar sér Dagur sóknarfæri í atvinnulífi. Verða verðmæti til úr engu? ,,�?að er hægt að skapa verðmæti úr fleiru en að draga fisk úr sjó,�?� segir Dagur og heldur áfram. ,,Er þróun ferðaþjónustu úr engu, eða er hugsanlegt að við séum að nýta auðlind sem við höfum lengi búið yfir en ekki tengt við auðævi eða atvinnu? �?egar Eyjamenn horfa út um gluggann á Heimaklett, er hugsanlegt að þeir sjái vannýtta auðlind? Eldheimar eru skapaðir úr engu í krafti hönnunar og hugvits og hafa sýnt hvers konar auðlind hægt er að byggja upp á sögunni.�?�
�?egar smíði nýrrar Vestmanneyjaferju sem var hluti af fjárfestingaráætluninni var frestað var í raun verið að fresta uppgangi tengt ferðaþjónustu í Vestamannaeyjum. �?ar var verið að taka hagsmuni fárra fram fyrir hagsmuni margra.
�?llum í hag að taka ákvörðun með flugvöllinn
,,Færsla Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni er nauðsynleg vegna þróunnar og sóknarfæra borgarinnar og hagkerfis landsins í heild. �?að eru gríðarlegir möguleikar á þessu landssvæði og borgin telur að það séu aðrir góðir kostir í flugvallarmálum,�?�segir Dagur sem telur að það henti ákveðnum stjórnmálamönnum að halda málinu í skotgröfum í stað þess að vinna að praktískum launsum og leggja áherslu á að leysa málið.�?�
,,�?að virðist vera betra fyrir þessa þingmenn að stefan landsbyggð oghöfuðborg saman í flugvallarmálinu í stað þess að tala um alvarlega stöðu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, menntamálin og fjölbreyttni atvinnutækifæra sem skiptir landsbyggðina öllu máli. Samgöngur skipta máli en mín skoðun er sú að Vatnsmýrin sé ekki besti kosturinn fyrir innanlandsflug. Fleiri og fleiri átta sig á því að innanlandsflug og millilandaflug þurfa að tengjast saman.�?�
Á Keflavíkurflugvelli er hægt að tengja innanlandsflug og millilandaflug að sögn Dags sem bendir á að innanlandsflug eigi undir högg að sækja þegar kemur að erlendum ferðamönnum. ,,�?eir þurfa að gista a.m.k eina nótt í Reykjavík áður en fara annað. Akureyringar hafa séð sér hag í því að nýta innanlandsflug frá Keflaík og hafa þannig tengt sig við nokkrar milljónir ferðamanna. �?að er víst nærri fullt í öll flug beint frá Keflavík til Akureyrar. Með þessu fyrirkomulagi hefur Akureyri forskot á meðan Egilstaðir, Ísafjörður og Vestmannaeyjar sitja eftir og fá ekki nema brot af traffíkinni. �?g er viss um það að ef innanlandsflug og millilandaflug verða nær hvort öðru þá muni flugfargjöld innan lands lækka. Venjulegur íslendingur hefur ekki efni á að nota flugsamgöngur almennt einsog nú er ástatt. Völlur í Hvassahrauni getur verið mikið sóknarfæri fyrir landsbyggðina.�?�
Dagur segir ferðavenjur landsbyggðarfólks hafa breyst það komi ekki allir til þess að sinna erindum í miðborg Reykjavíkur auk þess sem Hvassahraun sé spölkorn frá miðborginni. Við eigum allt undir því að komast upp úr skotgröfunum og taka ákvörðun um framtíð innanlandsflugvallarins.
Litlar þyrlur í sjúkraflugið ,,Við þurfum að ræða sjúkraflugið á annan hátt en gert hefur verið. Sjúkrateymið á suðurlandi með Styrmi Sigurðarson i broddi fylkingar er með nýjar hugmyndir varðandi sjúkraflugið. �?að er að vera með sérútbúnar sjúkraflugsþyrlur sem eru minni en þyrlur Landhelgisgæslunnar. Umræðan hefur snúist um að hafa eina þyrlu staðsetta fyrir norðan og eina fyrir sunnan á Reykjavíkurflugvelli eða Hvassahrauni eða jafnvel að hún verði staðsett á suðurlandi.�?�
�?að gæti tryggt öryggi sjúklinga betur á suðurlandi að sögn Dags þar sem Hellisheiðin lokar að meðaltalli sjö daga á ári vegna fannfergis á meðan flugvöllurinn í Vatnsmýrinni lokar sjaldnar. ,,Flugskilyrði í Hvassahrauni eru betri en í Keflavík og svipuð og í Reykjavík þannig að það ætti ekki að breyta neinu. �?að kæmi mér á óvart ef flugskilyrði í Hvassahrauni væru ekki góð miðað við niðurstöður sem Rögnunefndin komst að,�?� segir Dagur og bætir við nýframkomnar upplýsingar um að hugsanleg áhrif vatnsverndarsvæði í Hvassahrauni breyti ekki skoðun hans um flugskilyrði í þar en auðvitað verði að skoða alla þætti sem snúa að umhverfi flugvallarsvæðisins.
,,Í áratugi hefur innanlandsflugið verið í óvissu með framtíðarstaðsetningu og rekið starfsemi sína í mannvirkjum frá seinna stríði. Uppbygging annara flugmannvirkja hefur einnig liðið fyrir skort á ákvörðnartöku. Vinna Rögnunefndarinnar var liður borgarinnar í að höggva á hnútinn. Ríki, borg og flugrekstaraðilar geta hoggið á hnútinn. �?að virðist ekki vera vilji til þess og það er vont fyrir alla aðila. �?á sem eru með starfsemi á Reykjavíkurflugvelli, borgina og landsbyggðina.
Djúpstæð væntumþykkja milli Reykjavíkur og landsbyggðar
,,Sumir halda að það sé líklegt til vinsælda að skora stig a kostnað borgarinnar og þannig hefur það verið í hundrað ár. �?g tel að þetta risti mjög grunnt og það sé djúpstæð væntumþykkja í brjósti borgarbúa til fólks á landsbyggðinni og öfugt.�?� Dagur segir landsmenn stolta af höfðuborg sinni. Reykjavík og landið allt sé eftirsótt af ferðamönnum. Og Reykvíkingar eru stoltir af landinu öllu og náttúru þess.
,,Illt umtal um menningu og Hörpu ristir heldur ekki djúpt, svo dæmi sé tekið, og ég held að öllum finnist gaman að fara í Hörpu á tónleika og aðra viðburði. Menningarsamskiptin hafa líka verið að aukast. Á síðasta ári voru sem dæmi Ísfirðingar gestir Reykjavíkurborgar á menningarnótt. �?g var þeirra gestur á Aldrei fór ég suður þannig að mér fannst það henta vel að bjóða Ísfirðingum suður. Eyjamenn voru gestir okkar á menningarnótt fyrir nokkuð mörgum árum og mér finnst alveg furðulegt að mér hafi aldrei verið boðið á þjóðhátíð,�?� segir Dagur hlægjandi og bætir við máli sínu til stuðnings að hvar á landinum sem hann hafi komið sem borgarstjóri hafi honum verið vel tekið. ,, �?g hef farið til Akureyrar að ræða flugvallarmálið sem dæmi. Fólk vill hittast og ræða málin. Vegna þess að við erum samfélag og getum talað saman tæpitungulaust.
Hagsmunir Reykjavíkur og landsbyggðar fara saman
,,�?g held að það sé hlutverk höfuðorgarinnar að rækta samband um allt land. �?g vona að fólk skilji að þegar við erum að leggja áherslu á háskólanna og fjölbreytt atvinnulíf erum við ekki eingöngu að hugsa um hagsmuni Reykjavíkurborgar heldur hagsmuni landsins alls. Landsbyggðin hefur sem dæmi forgang að þeim 1500 hundruð stúdentaíbúðum sem byggðar hafa verið í Reykjavík. �?eir sem eru úr Reykjavíkhafa litla möguleika á því að komast á stúdentagarða eins og staðan er í dag. Barnafólk á landsbyggðinni kemst inn á leikskóla borgarinnar án þess að þurfa að flytja lögheimili sitt. �?að eru fjölmargir svona hlutir sem fólk tekur sem gefna og við lítum á að sé hlutverk höfuðborgarinnar.�?�
Reykjavíkurborg hefur greitt ungu fólki laun til þroskast í tónlist bætir Dagur við. ,,,�?egar við gerum það spyrjum við ekki hvaðan fólk kemur. Má þar nefna Of Monsters and Men og ýmsar hljómsveitir sem dæmi. Skapandi sumarstörf eru ekki einungis fyrir íbúa Reykjavíkur og svo má benda á það að Vestfirðingar hafa unnið músíktilraunir í Reykjavík í tvö ár í röð þrátt fyrir að vera ekki úr Reykjavík.
Dagur segi alla hafi hag af því að Reykjavík vaxi og dafni, það sama megi segja um landsbyggðina. �?að hafa allir hag af þvi að sjálfsmynd og menning þjóðar sé góð. Við þurfum að viðhalda og rækta íslenskuna.�?�
Eyjamenn til fyrirmyndar
,,�?g held að Eyjamenn séu að mörgu leiti til fyrirmyndar í því að nýta tækifæri sem bjóðast,�?� segir Dagur og bendir á opnun Landeyjahafnar. ,,Eyjamenn hafa nýtt þau tækifæri sem opnuðust með nýrri höfn. Ferðaþjónustan leggur áherslu á gæði, sérstaklega þegar kemur að mat og að næla sér í frábær hráfefni. Eldheimar er dæmi um magnaðan stórhug og metnað og er frábær áfangastaður fyrir ferðamenn. Staðsetning golfvallarins er ekki tilviljun og sýnir hvernig Eyjamenn kunna að nýta sér sérstöðuna.�?� Dagur segir Eyjamenn hafa nýtt sér vel ferðaiðnaðinn sem vaxandi atvinnugrein með útsjónasemi, metnaði og seiglu.
,,�?essu fann ég vel fyrir þegar ég mætti til Eyja að spila með Fylki á móti �?ór eða Tý í yngri flokkunum. Eyjamenn sýndu það í gosinu og með því, að það er enn búið í Eyjum að þar býr fólk sem er þeirrar skapgerðar að gefast ekki upp. Frammistaða ÍBV, bæði í karla og kvennaflokki, í handbolta og fótbolta undirstrika þennan metnað.�?�