ÍBV lagði KA að velli í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag, lokastaða 3:0. Með sigrinum tryggðu Eyjamenn sæti sitt í efstu deild en mikill spenna ríkti fyrir leik um hvort ÍBV eða Víkingur �?. myndi falla niður um deild.
Gunnar Heiðar �?orvaldsson gerði fyrsta mark leiksins strax á 6. mínútu leiksins og þar með tónninn settur fyrir það sem koma skyldi. Eftir rúman klukkutímaleik slapp Shahab í gegnum vörn KA-manna og neyddist Guðmann �?órisson til að brjóta á honum. Uppskar Guðmann rautt spjald fyrir vikið og vítaspyrna dæmd. Gunnar Heiðar steig þá á punktinn en skot hans hafnaði í utanverðri stönginni og framhjá markinu. Gunnar Heiðar bætti hins vegar upp fyrir vítið með marki þegar rétt rúmur stundarfjórðungur var eftir og Eyjamenn í vænlegri stöðu. Fimm mínútum fyrir leikslok skoraði varamaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu þriðja og síðasta mark leiksins eftir að hafa sloppið einn í gegn. Verðskuldaður sigur Eyjamanna staðreynd.