ÍBV er komið í úrslit Íslandsmótsins í handbolta, í fyrsta sinn síðan veturinn 2004-2005 eftir sigur á Val í dag 28:23. Salurinn í Íþróttamiðstöðinni var troðinn af frábærum stuðningsmönnum ÍBV, staðið var báðu megin við völlinn en búið var að koma upp aukastæðum sunnan megin í salnum. Stuðningsmenn Eyjaliðsins voru frábærir í einu orði sagt. Og leikmennirnir fylgdu í kjölfarið, héldu aftur af Valsmönnum með sterkum varnarleik. Mest náði ÍBV átta marka forystu en Valsmenn náðu að saxa á forskotið undir lokin þannig að spenna varð á lokamínútunum. En peyjarnir klikkuðu ekki á ögurstundu og fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Eyjamenn voru sterkari í leiknum í dag. Eins og svo oft áður var jafnræði með liðunum framan af en þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, breyttu Eyjamenn stöðunni úr 6:6 í 10:6. Eftir það litu leikmenn ÍBV aldrei um öxl, spiluðu eins og greifar og sendu um leið Haukum sterk skilaboð. Staðan í hálfleik var 14:9 fyrir ÍBV en munurinn var svo átta mörk þegar seinni hálfleikur var um það bil hálfnaður. En þá kom slæmi kaflinn hjá ÍBV og hugsanlega eitthvert kæruleysi því Valsmenn söxuðu jafnt og þétt á forskotið, sem var komið niður í þrjú mörk þegar um níu mínútur voru eftir, 22:19. Valsmenn fengu síðan tækifæri til að minnka muninn niður í tvö mörk en það gerðu þeir aldrei enda tóku Eyjamenn aftur við sér, bæði í vörn og sókn og juku muninn aftur upp í fimm mörk.
En það var ekki bara sigurinn í dag sem gerði leikinn svo eftirminnilegan, heldur líka umgjörðin. Samkvæmt opinberum plöggum voru 900 áhorfendur á leiknum í dag en sá sem þetta skrifar hefur lúmskan grun um að þeir hafi verið nær þúsund. Stemmningin var líka í takti við fjöldann en aldrei áður hafa jafn margir verið á áhorfendapöllunum í þessum sal á handboltaleik. �?vílíkur hávaði sem var í salnum þegar stuðningsmennirnir í stúkunni létu í sér heyra. Stór hópur Valsmanna var á leiknum en þeir máttu ekki við margnum. �?að var ekki veikan hlekk að finna hjá ÍBV í dag, leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn, Hvítu riddararnir og sjálfboðaliðar stóðu sig allir með prýði og gott betur.
Nú býður Eyjamönnum spennandi verkefni, að mæta reyndu liði Hauka í úrslitum Íslandsmótsins. �?ess má til gamans geta að þegar ÍBV komst síðast í úrslit Íslandsmótsins, þá mættu þeir Haukum sem unnu 3:0. Haukar hafa heimaleikjaréttinn en fyrsti leikurinn í úrslitunum verður í Hafnarfirði næstkomandi mánudag. Haukar spiluðu til úrslita gegn Fram á síðasta tímabili en töpuðu og mæta eflaust dýrvitlausir til leiks. �?að eitt að nýliðar skuli vera komnir alla leið í úrslit Íslandsmótsins, sýnir hversu vel hefur verið staðið að uppbyggingu handboltans í Eyjum undanfarin ár. �?að eru fjölmargir sem hafa komið að þeirri vinnu og nú er uppskerutími. Sannkallað karneval.
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 8/2, Agnar Smári Jónsson 6, Róbert Aron Hostert 5, Grétar Eyþórsson 3, Andri Heimir Friðriksson 3, Magnús Stefánsson 1, Hallgrímur Júlíusson 1, Guðni Ingvarsson 1.
Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjargarson 10/1, Henrik Eidsvaag 4.
Meðfylgjandi er viðtal við Andra Heimi Friðriksson.