Eyjamenn komnir í góða stöðu
6. mars, 2014
ÍBV er komið í vænlega stöðu í baráttunni um sæti í úrslitum Íslandsmótsins eftir þriðja sigurinn á Fram í Olísdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Eyjum og mikil stemmning, bæði innan og utan vallar. Leikurinn var hins vegar í jafnvægi framan af, Fram var m.a. tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik og voru einu marki yfir í leikhléi 13:14. En eins og svo oft áður í vetur, þá tóku leikmenn ÍBV öll völd á vellinum í seinni hálfleik, röðuðu inn mörkunum og áttu Framarar engin svör við góðum leik ÍBV. Lokatölur urðu 29:24 en mestur varð munurinn sjö mörk 27:20.
Eins og áður sagði eru Eyjamenn komnir með annan fótinn í úrslitakeppnina, þurfa í raun og veru aðeins tvö stig til að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni enda eiga liðin fyrir neðan ÍBV eftir að spila innbyrðis. ÍBV á eftir að spila tvo leiki, þar af annan gegn botnliði HK og má telja nokkuð ljóst að ÍBV mun ná í þessi tvö stig á heimavelli og jafnvel eitthvað fyrr. Næsti leikur ÍBV er erfiður en þá sækja Eyjamenn FH heim í Kaplakrika en FH-ingar töpuðu fyrir Haukum í kvöld.
Staðan í Olísdeildinni er nú þessi:
1 Haukar 16 12 1 3 417:355 25
2 ÍBV 16 11 0 5 431:400 22
3 Valur 16 9 1 6 446:377 19
4 ÍR 16 8 0 8 437:434 16
5 Fram 16 8 0 8 351:377 16
6 FH 16 7 1 8 402:390 15
7 Akureyri 16 6 0 10 381:415 12
8 HK 16 1 1 14 354:471 3
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 8/4, Róbert Aron Hostert 6, Guðni Ingvarsson 5, Grétar Eyþórsson 2, Andri Heimir Friðriksson 2, Magnús Stefánsson 2, Agnar Smári Jónsson 2, Sindri Haraldsson 1, Svavar Grétarsson 1.
Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjargarson 17 (�?ar af 3 aftur til mótherja), Haukur Jónsson 1.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst