ÍBV vann í gærkvöld sigur á efsta liði Olís-deildar karla í handbolta, Aftureldingu, í Mosfellsbæ í 17. umferðinni, 34:29. Leikurinn var jafn og spennandi þar til í blálokin.
Mbl.is greindi frá.
Afturelding er áfram á toppi deildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á undan Haukum sem töpuðu fyrir Stjörnunni. ÍBV er með 18 stig.
Róbert Aron Hostert sneri aftur á völlinn eftir að hafa misst af stærstum hluta tímabilsins vegna meiðsla, og hann skoraði 10 mörk fyrir Eyjamenn.
Liðin skiptust á að hafa forystuna í leiknum en staðan í hálfleik var 17:15, ÍBV í vil. Afturelding komst yfir, 21:20, um miðjan seinni hálfleik og náði mest þriggja marka forskoti, 24:21. �?á tóku Eyjamenn aftur við sér og miklu munaði um landsliðsmanninn Kára Kristján Kristjánsson sem virtist geta skorað að vild af línunni á lokakafla leiksins.
Munurinn var aðeins tvö mörk þegar 2 mínútur lifðu leiks en heimamenn gáfust upp og hleyptu muninum upp í fimm mörk áður en yfir lauk. Árni Bragi Eyjólfsson var þeirra markahæstur með 10 mörk, þar af 6 af vítalínunni. Ernir Hrafn Arnarson, sem lék sinn fyrsta leik fyrir uppeldisfélagið eftir að hafa komið heim úr atvinnumennsku, skoraði þrjú mörk.
Eyjamenn endurheimtu ekki bara Róbert Aron fyrir leikinn í kvöld, því Sindri Haraldsson og Theodór Sigurbjörnsson voru einnig með á ný eftir að hafa verið meiddir fyrir jóla- og HM-fríið. �?á er Stephen Nielsen markvörður kominn aftur eftir lánsdvöl í Frakklandi.
Nielsen náði sér ekki á strik í kvöld, ekki frekar en nokkur markvarðanna. Kolbeinn Arnarsson hrökk þó í gang á lokakafla leiksins og varði nokkur skot.