Karlalið ÍBV tekur á móti FH í dag klukkan 18:00 í Olísdeildinni. Leikurinn fer fram þrátt fyrir leiðindaveður en Hafnfirðingar komu til Eyja í hádeginu ásamt dómaraparinu. �?etta er jafnframt fyrsti leikur ÍBV í heila nítján daga en hlé var gert á keppni í Íslandsmótinu vegna landsleikja. Landsleikjahléð var í tólf daga en leik ÍBV eftir hléð var frestað og því þurftu Eyjamenn að bíða svona lengi eftir leiknum. Eyjamenn ættu því að mæta úthvíldir í leikinn.