Eyjamenn eru ekki nógu góðir til að vinna Þór á Akureyri. Leikmenn ÍBV fengu annað tækifæri til að vinna Þórsara norðan heiða eftir að hafa tapað fyrir þeim í deildinni en liðin áttust við í undanúrslitum Valitorbikarsins í kvöld. Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu 2:0 og var sigurinn verðskuldaður. Eyjamenn eru þar með úr leik í bikarkeppninni.