Karlalið ÍBV í handbolta endaði í fjórða sæti 1. deildar Íslandsmótsins í handbolta. Eyjamenn áttu enn möguleika á þriðja sætinu fyrir síðustu umferðina en þá þurftu þeir að vinna Stjörnuna á útivelli en Garðbæingar voru fyrir síðustu umferðina í þriðja sæti með tveggja stiga forskot á ÍBV. En Stjarnan hafði betur í kvöld 30:26.