Taflfélag Vestmannaeyja hefur 2 vinninga forystu að lokinni þriðju umferð Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í dag, eftir 5-3 sigur á Taflfélagi Reykjavíkur. Íslandsmeistarar Taflfélags Bolungarvíkur eru í 2. sæti, með 18 vinninga, þrátt fyrir tap, 3,5-4,5 fyrir Hellismönnum sem eru í þriðja sæti með 15 vinninga.