Um helgina fer fram síðari umferð í Íslandsmóti Skákfélaga en mótið fer fram í Reykjavík. Sveit Taflfélags Vestmannaeyja var fyrir síðari umferðina í öðru sæti og er þar enn, eftir tap gegn Hellismönnum í gærkvöldi, 4½-3½ eftir háspennuviðureign. Tvær umferðir eru eftir í síðari umferð Íslandsmótsins og hófst sú fyrri í dag klukkan 11.