KFS var kjöldregið í dag af Sindra frá Hornafirði en liðin áttust við á Týsvellinum og urðu lokatölur 0:5. Hornfirðingar voru einfaldlega gæðaflokki ofar en Eyjamenn í leiknum í dag og í raun hefðu þeir getað skorað fleiri mörk. KFS fékk sín færi en þau voru fá og Eyjamönnum gekk mjög illa að senda síðustu sendinguna til að skapa fleiri og betri færi.