Karlalið ÍBV sækir í kvöld ÍR heim í 3. umferð 1. deildar Íslandsmótsins. Leikur liðanna hefst klukkan 18:15 og fer fram á heimavelli ÍR-inga í Austurbergi. ÍBV er í 1.-2. sæti ásamt ungmennaliði FH en bæði lið unnu fyrstu tvo leiki sína. ÍR er hins vegar í 3.-6. sæti eftir að hafa unnið Fjölni en tapað fyrir Gróttu.