ÍBV er þessa dagana í æfingaferð á Spáni en liðið burstaði lið að nafni Candia 9-0 í æfingaleik í gær. ÍBV fékk ekki mikla mótspyrnu en þó meiri en í æfingaferð í fyrra þegar liðið burstaði Ontenyente 16-0. Eyjamenn eru með fjóra leikmenn á reynslu þessa dagana en einn þeirra, Jordan Connerton, skoraði þrennu í gær.