Karlalið ÍBV tapaði í dag gegn ÍR í 1. deild karla en leikur liðanna fór fram í Reykjavík. Lokatölur urðu 29:23 eftir að staðan í hálfleik var 15:12. Markahæstir hjá ÍBV voru þeir Magnús Stefánsson og Pétur Pálsson sem skoruðu fimm mörk hvor. Framundan er mikil barátta í 1. deildinni, ÍR og Víkingur berjast um efsta sætið en á meðan berjast Stjarnan, ÍBV og Selfoss um þriðja og fjórða sætið, sem gefur sæti í umspili um laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur.