Lið Vestmannaeyja féll í kvöld úr leik í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu. Eyjamenn urðu að lúta í lægra haldi gegn liði Skagamanna en úrslitin réðust þó ekki fyrr en í síðustu spurningunni. Lokatölur urðu 81:87 en Eyjamennirnir þrír, þeir Ágúst Örn Gíslason, Gunnar K. Gunnarsson og Sveinn Waage geta þó borið höfuðið hátt enda frammistaða þeirra með miklum ágætum.