ÍBV hefur gert tilboð í miðjumanninn Árna Frey Guðnason hjá ÍR. Þetta kemur fram á vefnum Fótbolti.net en þar kemur jafnframt fram að ÍR hafi samþykkt tilboð ÍBV, og sömuleiðis tilboð Fylkis í leikmanninn. Árni Freyr getur því valið hvort liðið hann semur við ÍBV eða Fylki.