Hjón á vegum Ísfélagsins í Vestmannaeyjum eru stödd í Chile en afar harður jarðskjálfti skók landið í gær. Jarðskjálftinn var 8,8 stig á Richter kvarðanum en harður eftirskjálfti gekk yfir landið í morgun. Jarðskjálftinn átti upptök sín nærri borginni Concepcion en þar eru hjónin staðsett. Í skipasmíðastöð í borginni er verið að smíða skip fyrir Ísfélagið og hefur maðurinn eftirlit með smíðinni. Ekki hefur náðst í hjónin en samkvæmt fréttum frá skipasmíðastöðinni, eru þau heil á húfi.