Willum Þór Þórsson, landsliðsþjálfari Íslands í Futsal, innanhússknattspyrnu hefur skorið niður æfingahóp sinn en fyrsta æfingin á nýju ári fór fram í dag. Tveir Eyjamenn detta út úr æfingahópnum og eru nú fimm eftir í 25 manna æfingahópnum en þeir Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV og Bjarni Rúnar Einarsson, leikmaður KFS detta út úr hópnum.