Eyjanótt – Þjóðhátíðarlagið eftir Klöru Elias
Einkennismyndir undirskriftalista
Einkennismyndir undirskriftalistanna beggja

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017. Þetta kemur fram á visir.is í morgun.

Klara, heitir Klara Ósk Elíasdóttir og hefur starfað sem söngkona síðan í menntaskóla og flutti aftur heim til Íslands í heimsfaraldrinum eftir að búa og starfa í Los Angeles í nokkur ár. Hún vinnur nú að útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstu mánuðum. „Lagið heitir Eyjanótt. Ég samdi lagið með Ölmu Guðmundsdóttur og James Wong sá um upptökustjórn ásamt mér. Við tókum upp lagið í LA og ég kláraði upptökur hérna heima líka,“ segir Klara í samtali við Lífið á Vísi.

Lagið Eyjanótt kemur út 7. júní, tæpum tveimur mánuðum fyrir Þjóðhátíð í Eyjum. „Það skipti mig máli að ná að fanga nostalgíuna sem við upplifum þegar sumarið kemur aftur og fiðringinn í magann sem maður fær þegar maður labbar inn í dalinn í Vestmannaeyjum,“ segir hún um lagið.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.