Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja var aðeins hálfum vinningi frá sigri á Norðurlandamótinu í skák sem lauk í dag í Örsundsbro í Svíþjóð. Eyjapeyjar hafa teflt mjög vel í mótinu og voru í öðru sæti fyrir síðasta keppnisdaginn. Lokaumferðin var svo mjög spennandi en þegar yfir lauk endaði Grunnskóli Vestmannaeyja með 13,5 vinninga en heimamenn frá Örsundbro 14.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst