Veðrið lék við hvern sinn fingur í gærdag og fólk lagði leið sína út um alla eyju til að njóta þess. Halldór Ben er í sumarfríi og ferðaðist meðal annars um fastalandið í fríinu. Nú er hann mættur aftur til Eyja og hann var einn af þeim sem naut góða veðursins í Eyjum í gær. – Skrapp á Eldfell þar sem fjöldi fólks var og hann leit líka við á golfvellinum þar sem ennþá fleira fólk var. Að sjálfsögðu var vídeóvélin góða með í för.