Svo mikið er að gera í ráðuneyti Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis- og orkumálaráðherra að illa gengur að svara fyrirspurnum frá Vestmannaeyjum.
Sein svör skrifast á mikið annríki
„Ég bið þig að afsaka sein svör sem skrifast á mikið annríki.“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins til Eyjar.net eftir ítrekaða eftirgrennslan um svör við spurningum um miklar hækkanir HS Veitna á eitt bæjarfélag umfram önnur á svæði fyrirtækisins.
Spurningarnar voru sendar ráðuneytinu þann 25. mars og verða því komnar sex vikur á morgun frá því fyrirspurnin var send ráðuneytinu.
Eins og áður hafði verið greint frá veitti ráðuneytið HS Veitum 7 daga frest til að svara erindi sínu. Frá því var greint í tölvupósti til Eyjar.net þann 8. apríl sl.
„Ráðuneytinu hafa nú borist svör HS Veitna“
Í svari upplýsingafulltrúans yil Eyjar.net sem sent var á föstudaginn sl. segir ennfremur:
„Ráðuneytið hefur óskað eftir afstöðu HS Veitna til beiðni þinnar, í samræmi við 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga, en þar er kveðið á um að áður en tekin sé ákvörðun um aðgang að gögnum sem geta varðað einkahagsmuni getur stjórnvald, eða sá sem hefur beiðni til afgreiðslu, skorað á þann sem upplýsingar varða að upplýsa hvort hann telji að þær eigi að fara leynt. Ráðuneytinu hafa nú borist svör HS Veitna við beiðni þinni og eru þau nú til skoðunar í ráðuneytinu. Fyrirspurninni verður svarað þegar þeirri vinnu er lokið.“
Því verður enn einhver bið á því að fá umbeðin gögn sem Eyjar.net hefur kallað eftir er lúta að rökstuðningi HS Veitna á miklum hækkunum á notendur í Vestmannaeyjum. Gögn sem fyrirtækið neitaði að láta Eyjar.net fá er eftir því var leitað.
https://eyjar.net/raduneytid-oskar-eftir-afstodu-hs-veitna/
https://eyjar.net/ekkert-svar-fra-orkustofnun/
https://eyjar.net/hs-veitur-hafa-haekkad-eigid-fe-handvirkt-um-64-milljarda/
https://eyjar.net/kalda-vatnid-468-dyrara-i-eyjum/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst