Þessa dagana er verið að kynna keppendur í Samkeppni vefsins www.samuel.is. Ein stúlkan kemur frá Vestmannaeyjum en það er Kristín Erla Tryggvadóttir. Hún er reyndar búsett í Hafnarfirði en fæddist í Eyjum og ólst hér upp. Keppnin er öll hin glæsilegasta en alls hafa átta stúlkur verið kynntar til leiks. Sigurvegari fær glæsilega vinninga, m.a. afnot af bíl í eitt ár. Úrslit keppninnar verða svo tilkynnt á glæsilegu lokahófi á Broadway 19. nóvember næstkomandi. Hér að neðan má svo finna fleiri myndir og kynningu á Kristínu Ernu og hinum stelpunum í keppninni.