Eins og allir ættu að vita núna spilar ÍBV í undanúrslitum Valitor bikarkeppninnar í kvöld gegn Þór en leikurinn fer fram á Akureyri. Hægt verður að horfa á leikinn í beinni á Hallarlundi og gott betur því Sæþór Vídó og Jarl munu mæta og taka lagið. Þá verður hægt að panta sér mat frá Kára í Kránni og fá hann sendann upp í Hallarlund.