“�?etta eru miklar breytingar sem við erum búnir að vinna að í húsnæðinu sjálfu. Auk þess erum við að auka talsvert vöruúrvalið í t.d. GSM símum, förum úr 24 tegundum í 40 og bætum auk þess við töluverðu í tölvubúnaði. Við bjóðum áfram upp á þjónustu Og Vodafone og erum með mikið af vörum frá HP. Við erum bara mjög spenntir fyrir því að fara opna,” sagði Jóhann.
�?á opnar sérstök málningavöruverslun inni í Eyjatölvum, Flügger litir. Verslunin opnar klukkan 10 í fyrramálið og verður opin til 16. Jóhann segir að boðið verði upp á fjölmörg opnunartilboð og bætti því við að allir séu velkomnir í Eyjatölvur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst