Færa fórnir handa álfum og gengu frá kaupum á nokkrum tonnum af kartöflum
Fjölskyldan í Túni
12. ágúst, 2024
Lína og Bjarni í Túni á Þjóðhátíð 2008. Ljósmynd/Aðsend

Við heyrðum í systkinunum Sigurlínu og Bjarna Árnabörnum, eða þeim Bjarna og Línu í Túni eins og þau eru ávallt kölluð, og fengum þau til að deila upplifun sinni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þau ólust upp í húsinu Tún sem var austur á Heimaey rétt hjá Kirkjubæ og brölluðu margt á sínum uppvaxtarárum. Dætur Línu í Túni, þær Dóra Guðrún og Margrét Birna Þórarinsdætur, og hluti barnabarnanna voru einnig spurð spjörunum úr.

Systkinin aldrei misst af Þjóðhátíð

„Við erum einstaklega náin og höfum alltaf fylgst að í gegnum lífið. Enda er hún einstaklega ljúf og skemmtileg,“ segir Bjarni í Túni um systur sína en tvö ár eru á milli þeirra og hafa þau verið samstíga í gegnum lífið. „Staðið saman í gegnum gleði og sorg. Enda er ég alveg ótrúlega heppin með yndislegan bróður,“ segir Lína. Þjóðhátíð á ríkan stað í hjarta þeirra systkina en hvorugt þeirra hefur misst af hátíð frá fæðingu.

Lína rifjar upp þegar eitt árið gerði aftakaveður og hátíðinni var aflýst á sunnudeginum. Hún hafði fengið Gunnar í Odda til að koma á vörubílnum og hjálpa henni með tjaldið áður en það færi að fjúka. Bjarni í Túni vaknar síðan heima hjá sér í Foldahrauni, ekki meðvitaður um að búið sé að aflýsa hátíðinni, og arkar inn í dal tilbúinn í stuðið. Hann gengur inn á Ástarbrautina en þá er tjaldið og dótið horfið. „Mikið var gaman að sjá svipinn á honum, hann var alveg steinrunninn í framan,“ segir Lína og flissar.

Bjarni lumar á mörgum góðum sögum frá Þjóðhátíð. „Eitt árið vorum við Pálmi vinur minn fyrir utan tjaldið að spjalla saman þegar viðkunnanlegur maður kemur og fer að ræða við okkur og það kemur í ljós að hann er bóndi úr Þykkvabænum þannig að við vinirnir göngum frá kaupum á nokkrum tonnum af kartöflum, svona í djóki. Ég pældi síðan ekkert í þessu fyrr en á miðvikudeginum eftir Þjóðhátíð þegar bóndinn hringir í mig og segist ætla að fara senda kartöflurnar af stað til Eyja“ segir Bjarni sem hlær en hann er á leið á sína áttugastu og fyrstu Þjóðhátíð.

Lesa má greinina í heild sinni í 14. tbl. Eyjafrétta.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst