Ágúst Pálmar Óskarsson, á 50 ára starfsafmæli hjá Slökkviliði Vestmannaeyja. Á sama tíma lætur hann af störfum en Ágúst fagnaði fyrr í þessum mánuði 70 ára afmæli sínu. Ágúst hefur til þessa starfað undir fimm slökkvistjórum hjá SV en hann var formlega tekinn inn í liðið 1959. Hann var heiðraður á laugardaginn og fékk breskan slökkvistút sem notaður var í seinni heimsstyrjöldinni.