Faxastígur 15 er fallegt fimm svefnherbergja einbýlishús staðsett í miðsvæðis í Vestmannaeyjum. Húsið er byggt úr timbri árið 1919 og er 224,4 fm.,þar af er 45 fm. útihús sem byggt var árið 1920. Möguleiki er að gera þar litla íbúð. Búið er að leggja rafmagn og setja gólfhita í skúrinn. Hann er einnig einangraður og klæddur að innan og rör eru komin fyrir heitt og kalt vatn inn fyrir vegg og skólp að útvegg. Þetta var undirbúningur til að standsetja stúdíó íbúð í skúrnum. Í húsinu eru fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi og ein stofa.
Frá árinu 2000 hefur húsið verið talsvert mikið endurnýjað. Til að mynda einangrað og klætt, nýir gluggar að hluta, sólskáli byggður ofan á brunn, nýtt rafmagn og í fyrra var allt húsið málað að utan og gert við steypuskemmdir.
Hér áður fyrr voru þrjár íbúðir í húsinu sjálfu og jafnvel hægt að koma því á aftur ef vilji er fyrir því.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst