Fanney fær viðeigandi lyfjagjöf
7. október, 2015
Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. �?etta var tilkynnt á blaðamannafundi á Landspítalanum nú klukkan 10.


Hingað til hafa lyfin Interferon og Ribavirin verið notuð vegna lifrarbólgu hér á landi en þau eru talin úrelt í nágrannalöndum okkar. Ríkið hefur hingað til synjað sjúklingum um nýja lyfið og hefur borið fyrir sig fjárskorti en lyfjameðferðin kostar á bilinu 7-10 milljónir króna.Fanney Björk Ásbjörnsdóttir, sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983, stefndi íslenska ríkinu þar sem það hafði neitað henni um lyfið. Hún tapaði málinu hins vegar í Héraðsdómi Reykjavíkur en nú er útlit fyrir að hún, sem og aðrir sjúklingar, fái meðferð með nýja lyfinu.
Reyna að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi

Áætlað er að um 800-1000 manns séu smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi en árlega greinast á milli 40-70 einstaklingar.Um meðferðarátak er að ræða sem heilbrigðisyfirvöld fara í ásamt lyfjafyrirtækinu Gilead og verður reynt að útrýma lifrarbólgu C hér á landi með átakinu auk þess sem stemma á stigu við frekari útbreiðslu hans. Samkomulag um samstarfsverkefni yfirvalda og Gilead var samþykkt á ríkissjórnarfundi í gær.�?llum þeim sem greinst hafa með veiruna verður boðin fræðsla, meðferð og eftirfylgni. �?annig verður hættan lágmörkuð á nýjum tilvikum sjúkdómsins með smiti milli manna.�??Á Íslandi eru kjöraðstæður til að ráðast í slíkt verkefni; samfélagið er lítið, þekking og reynsla heilbrigðisstarfsmanna er fyrir hendi svo og nauðsynlegir innviðir heilbrigðiskerfis. Íslensk heilbrigðisyfirvöld vinna að þessu átaki í samstarfi við lyfjafyrirtækið Gilead sem m.a. leggur til lyfið Harvoni í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni. Samhliða meðferðarátakinu fara fram rannsóknir á árangri átaksins til lengri og skemmri tíma, m.a. sjúkdómsbyrði og áhrifum átaksins á langtímakostnað við heilbrigðisþjónustu,�?? segir í tilkynningu.
mbl.is greindi frá.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst