Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í dag að fella niður fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Niðurfellingin nær til alls fasteignaskatts en sem fyrr verða áfram greidd þjónustugjöld af eignunum. Ekki verður þörf á að sækja um niðurfellinguna heldur kemur hún sjálfvirkt inn við álagningu.
Í samræmi við vilja hagsmunasamtaka eldri borgara fer Vestmannaeyjabær ofangreinda leið með það að markmiði að auðvelda eldri borgurum að búa sem lengst í eigin húsnæði. �?á er með þessu einnig reynt að mæta að hluta þeirri tekjuskerðingu sem eldri borgarar verða fyrir við starfslok. �?að er mat bæjarráðs að í þessu sé bæði falin mannvirðing og aukið valfrelsi í húsnæðismálum auk þess sem þessi aðgerð ber með sér hagræðingu þar sem hún dregur úr þörf fyrir mjög kostnaðarfrek annarskonar húsnæðisúrræði.
Bæjarráð fól starfsmönnum að senda kynningarbréf til þeirra aðila sem niðurfellingin nær til.