Nýtt fasteignamat fyrir árið 2024 liggur nú fyrir hjá Þjóðskrá.
Fasteignamatið í Vestmannaeyjum hækkar um 17,6% milli áranna 2023 og 2024. Íbúðarhúsnæði hækkar um 22,2%. Þar af hækkar sérbýli um 23,0% og fjölbýli um 19,6%. Atvinnuhúsnæði hækkar um 2,4% milli ára.
Líkt og annars staðar á landinu hefur fasteignamat farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár með tilheyrandi hækkun tekna af fasteignaskatti.
Undanfarin fjögur ár hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja ákveðið að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta og skatturinn hefur því ekki hækkað í takt við hækkun á fasteignamati sem skilar sér í sanngjarnari álagningu fasteignaskatta til íbúa og fyrirtækja í Vestmannaeyjum, segir í fundargerð frá fundi bæjarráðs sl. miðvikudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst