Vestmannaeyjabær leitar nú að samstarfaðilum í fasteignaþróun sem gera á góðan bæ enn betri. Fyrir liggur vilji eigenda Strandvegs 26 (Ísfélagshúsið) til að fella húsið sem og vilji Vestmannaeyjabæjar til að hefja þar sem fyrst uppbyggingu á ný. Leitast verður við að nýtt hús á reitnum muni styrkja enn frekar miðbæinn með blandaðri starfsemi. Fyrir liggur vilji eigenda Strandvegs 26 (Ísfélagshúsið) til að fella húsið sem og vilji Vestmannaeyjabæjar til að hefja þar sem fyrst uppbyggingu á ný. Hugmyndin er að viðhalda að mestu leyti útlínum núverandi byggingar og ásýnd hennar við Bárustíg. Leitast verður við að nýtt hús á reitnum muni styrkja enn frekar miðbæinn með blandaðri starfsemi. Af hálfu sveitarfélagsins kemur til greina að fjármagna sex íbúðir fyrir fatlaða á þessum reit. �?ess vegna leitar Vestmannaeyjabær nú að samstarfsaðilum í verkefnið. Núverandi hús er á þremur hæðum og eru hæðartakmörk 14,65 metrar. Hugsanlegt flatarmál hverrar hæðar nýrrar byggingar getur orðið allt að 1400 fermetrar. Deiliskipulag fyrir hafnarsvæði og Strandveg frá skipulagsstofnun Alta, samþykkt 2015, má kynna sér á vefsvæði skipulagsmála sveitarfélagsins (umfjöllun um hús Ísfélagsins er á blaðsíðu 35).
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Sigurð Smára Benónýson, byggingafulltrúa (Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannabæjar að Skildingavegi 5), fyrir 1. júlí. n.k. með pósti á netfangið bygg@vestmannaeyjar.is.