Eftir að Rauði Krossinn hætti að taka við notuðum fötum og gámar frá þeim verið fjarlægðir hafa nýir fataskápar á grenndarstöðvum oftar en ekki verið yfirfullir sem hefur leitt til þess að fólk hefur losað sig við fatapoka í Kubuneh þó innihald pokanna eigi alls ekkert erindi þangað.
Þóra Hrönn eigandi Kubuneh vakti athygli á þessu á dögunum, en í Kubuneh hefur skapast mikið auka álag á sjáfboðaliða þar sem pokar hrúgast inn sem eiga í raun heima í Sorpu, þetta veldur mikilli auka vinnu og miklum burði. Oftar en ekki er þetta fatnaður sem er ekki söluvara og á því ekki heima í Kubuneh.
Þóra Hrönn hvetur því fólk að koma ekki með slíkan fatnað í Kubuneh og bíða frekar þangað til að fataskáparnir eru tæmdir. Hún bendir líka á að það er komið stærra ílát undir textíl upp á plani í Sorpu. Þóra Hrönn hvetur fólk til að fara með fatapoka þangað ef fataskápar á grenndarstöðvum eru fullir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst