Í kvöld var frumsýnd heimildamyndin Gleði, tár og titlar sem Sighvatur Jónsson hefur haft yfirumsjón með en myndin var gerð að frumkvæði leikmanna meistaraliðs ÍBV í knattspyrnu frá árunum 1997 og 1998. Við það tækifæri fékk Ingi Sigurðsson, þáverandi leikmaður liðsins afhentan gullpening fyrir sigurinn í Íslandsmótinu 1998 en þá lögðu Eyjamenn KR að velli á KR-vellinum 0:2 í síðustu umferð mótsins og tryggðu sér sigurinn í deildinni. Ingi fékk hins vegar aldrei peninginn.