Tilnefndir til Íþróttamanns æskunnar árið 2016 eru voru Arnar Júlíusson karatemaður, Auðbjörg Helga �?skarsdóttir frjálsíþróttakona, Elliði Snær Viðarsson handknattleiksmaður,
Kristófer Tjörvi Einarsson kylfingur, �?óra Guðný Arnardóttir handknattleikskona og Felix �?rn Friðriksson knattspyrnumaður sem varð fyrir valinu sem Íþróttamaður æskunnar 2016.
Felix �?rn er fæddur árið 1999 og hóf ungur að iðka knattspyrnu með ÍBV. Felix �?rn vakti snemma athygli fyrir hæfileika sína og var 10 ára gamall valinn í úrvalslið Shellmótsins. Felix �?rn lék upp alla yngri flokka félagsins og steig svo sín fyrstu skref í meistaraflokki ÍBV árið 2015 aðeins 16 ára gamall er hann kom inná í bikarleik,�?? sagði Hjördís Steina Traustadóttir, formaður ÍBV-héraðssambands.
Árið 2016 lék Felix �?rn 11 leiki í deildinni með meistaraflokki ásamt því að leika þrjá leiki í bikar en einn af þeim var sjálfur úrslitaleikurinn á Laugardalsvelli. �?á hefur Felix �?rn leikið tíu landsleiki með landsliði Íslands skipað 17 ára og yngri og æfir nú með landsliðinu skipað 19 ára og yngri.
�??Felix Erni hefur þrívegis verið boðið erlendis til æfinga hjá atvinnumannaliðum en hefur Felix �?rn æft með AZ Alkmar í Hollandi, Valengra frá Noregi og Brighton frá Englandi og fylgjast þessi lið grannt með framgangi hans hér heima sem lofar mjög góðu,�?? sagði Hjördís.
Árið 2003 var byrjað að tilnefna Íþróttamann æskunnar og hefur valið verið í höndum valnefndar ÍBV. Valinn er einstaklingur á aldrinum 13 til 18 ára, sem þótt hefur skara fram úr í íþrótt sinni og framkomu.