Kristján L. Möller, samgönguráðherra segir að tillaga bæjarráðs um að færa laugardagsferð Herjólfs til seinni part dags verði að veruleika. Kristján segist hafa lesið um tillögu bæjarráðs á Eyjafréttum fyrr í dag og ekkert sé því til fyrirstöðu að hnika til áætlun Herjólfs. „Við lesum það svo á Eyjafréttum í dag að bæjarráð leggur til að breyta ferðinni á laugardögum. Þetta er fín tillaga og það verður orðið við henni,“ sagði Kristján í samtali við mbl.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst