Einar Jónsson, þjálfari ÍBV sagði í samtali við www.sudurland.is að staðan væri vissulega erfið en samt sem áður var liðið að leika þokkalega. “Markvörður Stjörnunnar, Florentina Grecu var okkur afar erfið í þessum leik og þegar það dró í sundur með liðinum þá var það fyrst og fremst hún sem var að verja úr dauðafærum hjá okkur. �?að er auðvitað líka klaufalegt hjá okkur að nýta ekki dauðafærin, eitthvað sem við verðum að nýta. En eftir að þær náðu afgerandi forystu tóku þær öll völd á vellinum og voru ekki neinum vandræðum.
Hins vegar var margt jákvætt í okkar leik. Hekla (Hannesdóttir) og Elísa (Viðarsdóttir) áttu báðar góða spretti og nú þurfum við bara að halda áfram okkar uppbyggingarstarfi og gera okkar besta í þeim leikjum sem eftir eru.”
Marina Tankiskaya lék ekki með ÍBV en hún hélt af landi brott fyrir helgi eftir að hafa aðeins leikið einn leik með félaginu, gegn Gróttu. �?ar skoraði hún tólf mörk en er vitað hvort Tankiskaya komi aftur?
“Nei ég veit minnst um það en vonandi kemur hún aftur,” sagði Einar að lokum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst