Elliði Vignisson, bæjarstjóri fer fram á það við Geir Gunnlaugsson, landlækni að gerði verði öryggisúttekt fyrir þjónustusvæði Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja vegna boðaðra niðurskurðaraðgerða. Óskað er eftir því að gerð verði grein fyrir því hvaða áhrif boðaður niðurskurður kæmi til með að hafa á getu stofnunarinnar til að veita bráðaþjónustu, sem og almenna lækningaþjónustu, fæðingaþjónustu, gegna hlutverki sínu í almannavörnum, kostnaðarauki fyrir notendur þjónustunnar og einnig Landspítalann, sem þyrfti að taka við fleiri sjúklingum. Þá vill Elliði að sjúkrahúsið í Eyjum verði skilgreint sem umdæmissjúkrahús. Bréfið má lesa hér að neðan.