Annarri ferð Herjólfs í dag hefur verið frestað en skipið átti að leggja af stað 11:30 frá Eyjum og 13:00 frá Landeyjahöfn. Ölduhæð er 2,7 metrar við Landeyjahöfn og vindur yfir 22 metra á sekúndu í vindhviðum. Næsta tilkynning verður gefin út klukkan 13:10 vegna mögulegrar ferðar frá Eyjum 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16:00.