Kjörsókn í Vestmannaeyjum vegna Stjórnlagaþingskosninganna var 26.8%. Á kjörskrá voru alls 3070 kjósendur, af þeim greiddi aðeins 823 atkvæði. Er þetta lakasta kjörsókn í Eyjum í manna minnum. Í Icesave kosningunum greiddu 62,8% atkvæði og í sveitarstjórnarkosningunum í vor greiddu atkvæði 81,4% þeirra sem voru á kjörskrá.