Fimm Eyjapeyjar í U-16 ára landsliðið
29. nóvember, 2013
Fimm Eyjapeyjar hafa verið valdir í 30-manna leikmannahóp íslenska landsliðsins í handbolta. Liðið mun æfa í Reykjavík og spila auk þess tvo æfingaleiki við A-landslið kvenna. �?etta eru þeir Andri Ísak Sigfússon, Breki �?marsson, Darri Viktor Gylfason, Friðrik Hólm Jónsson og Logi Snædal Jónsson. Leikirnir gegn íslenska kvennalandsliðinu fara fram í Mosfellsbæ föstudaginn 6. desember klukkan 19:00 og laugardaginn 7. desember klukkan 13:30. Aðeins eitt annað félag á fimm leikmenn í hópnum, FH en Haukar og HK eiga fjóra leikmenn.
�?jálfarar U-16 ára landsliðsins eru gamlar landsliðskempur, þeir Kristján Arason og Konráð Olavsson.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst