Valinn hefur verið 22 manna hópur U-18 ára landsliðs karla, hópurinn kemur saman til æfinga 9. – 12. júní n.k. Eftir það verður valinn 16 manna lokahópur sem tekur þátt í æfingamóti í
�?ýskalandi í lok júní og EM í Króatíu í ágúst. �?jálfarar eru þeir Einar Guðmundsson og Kristján Arason. Frá ÍBV völdu þeir félagar fimm leikmenn frá ÍBV sem eru, Andri Ísak Sigfússon, Elliði Snær Viðarsson, Logi Snædal, Friðrik Hólm og Ágúst Emil Grétarsson. �?að er frábært fyrir félag eins og ÍBV að eiga svona marga peyja í þessum hóp.