Fimm skipuð í starfshóp vegna sköpunarhúss

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja skipaði á fundi sínum í vikunni í starfshóp vegna sköpunarhúss. Ráðið skipar Gísla Stefánsson, Hildi Rún Róbertsdóttur, Hebu Rún Þórðardóttur, Ernu Georgsdóttur og Arnar Júlíusson í starfshóp um sköpunarhús. Hópurinn hefur það hlutverk að leggja til staðsetningu á sköpunarhúsinu, tillögur um starfsemi þess og framtíðarsýn. Um er að ræða hluta af fyrsta áfanga sköpunarhússins en markmiðið er m.a. að bjóða upp á tónlistaraðstöðu þar sem hægt er að semja, flytja og hljóðrita tónlist. Þar verður einnig hægt að læra að nýta sér nýjustu miðla til að koma tónlist á framfæri og fá fræðslu um framkomu á og við skipulagningu tónleika og þannig vekja á sér athygli. Í framtíðinni verður markmiðið að tengja fleiri greinar sköpunar við sköpunarhúsið, svo sem myndlist, myndbandsgerð, grafík og hönnun. Með því er skapaður vettvangur til að fullkára framleiðslu og búa til viðbótar aðgengi fyrir upprennandi listamenn í sem fjölbreyttustu listgreinum. Ráðið óskar eftir því að hópurinn skili af sér niðurstöðu ekki seinna en 15. apríl 2023.

Nýjustu fréttir

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.