�?órunn Jóna Hauksdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hins vegar að nú séu 66 börn á biðlista eftir leikskólaplássi. �?�?etta eru börn sem fædd eru 2005 og fá ekki inngöngu þar sem þau hafa ekki náð tveggja ára aldri. Í Árborg eru tveir leikskólar sem ekki eru barnhæfir. Ásheimar eru á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu og húsnæði Glaðheima er mjög óhentugt. Mér finnst að þessum skólum eigi að loka og bjóða börnunum sem þar eru pláss á Hulduheimum og nýjum leikskóla við Leirkeldu,�? segir �?órunn Jóna.
Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri segir að öll þessi börn fái inngöngu í leikskóla í ágúst næstkomandi og miðað við að tekin séu inn tveggja ára börn þá séu nú laus 30 pláss á Hulduheimum. Hún segir að í fyrra hafi 193 leikskólapláss verið tekin í notkun í Árborg en nú hafi verið ákveðið að hægja á uppbyggingunni. �?Við viljum bjóða 18 mánaða börnum leikskólavist en treystum okkur ekki til þess eins og greiðslugeta sveitarfélagsins er núna. Vonandi verður það hægt innan fárra ára. Starfsmennirnir fimm voru ráðnir tímabundið til þriggja mánaða til að byrja með og því er í raun ekki verið að segja neinum upp,�? segir Ragnheiður.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst