ÍBV sigraði Fylki í dag með fimmtán marka mun 33:18 í Vestmannaeyjum. Leikurinn var í 3. umferð Olís-deildar kvenna en ÍBV er nú með fjögur stig við topp deildarinnar.
Mbl.is greinir frá.
Leikurinn byrjaði vel fyrir bæði lið en síðan fór að halla undan færi hjá Fylki. Eftir að staðan var 3:3 breyttist það í 16:6 en þannig var staðan í hálfleik.
Ekki veit ég hvað gerðist hjá Fylkiskonum en allt gekk upp hjá ÍBV á meðan ekkert gekk upp hjá gestunum.
Í seinni hálfleik veittu gestirnir ÍBV mótsspyrnu en það var ekki nóg þar sem gæðin voru meiri í ÍBV. Lokatölur 33:18 og hefði sigurinn alveg getað verið stærri.
Karólína Lárudóttir skoraði sjö mörk í liði ÍBV en Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 15 skot í markinu. Melkorka Mist Gunnarsdóttir varði 11 skot í marki Fylkis.